Hútar staðfesta að Ísraelsher hafi drepið forsætisráðherra þeirra

Uppreisnarmenn Húta í Jemen hafa staðfest að forsætisráðherra ríkisstjórnar þeirra, Ahmed Ghaleb Nasser al-Rahawi, hafi verið drepinn í loftárás Ísraelshers á fimmtudaginn. Al-Rahawi hafði verið við stjórn frá því í ágúst í fyrra. Hútar heita hefnda vegna dauða hans. Ísraelar telja sig hafa drepið alla ráðherra Húta, með því að gera árás á íbúð í höfuðborginni Sanaa í Jemen þar sem ríkisstjórnin fundaði. Ísraelsher kvaðst hafa skotið niður árásarflaug Húta á Ísrael fyrr sama dag. Hútar staðfestu ekki strax að forsætisráðherrann hefði verið þeirra á meðal og hafa enn ekki nöfn hinna ráðherranna. Hútar hafa gert endurteknar dróna- og eldflaugaárásir á Ísrael og á skip í Rauðahafinu síðan Ísraelsher hóf árásir sínar á Gaza. Yfirlýstur tilgangur þeirra er að mótmæla hernaðaraðgerðunum.