Maðurinn í Levanger talinn af

Lögreglan í Þrændalögum og stjórnstöð björgunaraðgerða í Noregi, HRS, hafa hætt björgunarleit að dönskum manni sem jarðfallið við Nesvatnið í Levanger hreif með sér í morgun og snýst leitin, sem haldið verður áfram á morgun, nú um að finna jarðneskar leifar hans.