Staðsetning jarðskjálftans á mynd frá Veðurstofunni.Veðurstofa Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist í hafinu vestan við Reykjanesskaga klukkan 4:48 í morgun. Skjálftinn varð á 6,4 km dýpi, 5,5 km vestnorðvestur af Reykjanestá. Veðurstofan greindi fréttastofu RÚV frá því að fleiri litlir skjálftar hefðu mælst á svæðinu um nóttina. Ekki hafa borist ábendingar um að skjálftinn hafi fundist á landi.