Kærastinn ratar ekki heim þegar hann drekkur

Ég á dásamlegan kærasta sem er frábær maður, en svo fer hann nokkrum sinnum í mánuði út með vinum sínum. Þá veit ég varla hver hann er – hann lætur ekki ná í sig, kemur mjög fullur heim og stundum ekki fyrr en undir morgun. Hann lofar að hætta eða gera betur, en hringurinn endurtekur sig. Ég er farin að finna skrítna hluti á símanum hans og er eiginlega komin með nóg. Er þetta vísbending um áfengisvanda? Hvað á ég að gera?