Þriðji leikur Íslands á EM karla í körfubolta er í kvöld þegar liðið mætir Póllandi. Íslenska liðið leitar enn að sínum fyrsta sigri á EM. Pólland var í þriðja styrkleikaflokki og Ísland í þeim sjötta þegar dregið var í riðla fyrir mótið. Pólverjar settu tóninn strax í fyrsta leik sínum á mótinu þegar liðið vann Slóveníu, 95-105. Pólska liðið mætti því Ísraelska í gær og vann 66-64 eftir spennandi leik. Pólska liðið er því taplaust á heimavellinum. Pólland vann til verðlauna á þremur Evrópumótum í röð á 7. áratugnum, silfur árið 1963 og brons 1965 og 1967. Liðið hefur ekki unnið til verðlauna síðan en hafnaði í fjórða sæti á EM 2022. Leikur Íslands og Póllands hefst klukkan 18:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Stofan hitar upp frá 17:50. Tveir leikir til viðbótar í D-riðli Það verður hins vegar nóg um að vera í D-riðli því Slóvenía og Belgía mætast klukkan 12:00, sá leikur verður í beinni á RÚV. Svo mætast Ísrael og Frakkland klukkan 15:00 og verður sá leikur sýndur beint á RÚV 2. Til að missa ekki af neinu mælum við með því að fylgja RÚV Íþróttum á Instagram , Facebook og á X .