Framlengingin: Sérfræðingarnir settu saman sín draumalið fyrir Ísland

Finnur Freyr Stefánsson og Arnar Guðjónsson settu saman sín draumalið í framlengingunni. Aðspurðir hver yrði aðstoðarþjálfari stóð ekki á svari hjá Arnari. „Við. Þeir unnu ekki í dag. Annars væru það Baldur og Viddi. Við bökkum ekkert af því,“ sagði Arnór kíminn. Finnur Freyr Stefánsson og Arnar Guðjónsson fóru yfir það með Eddu Sif Pálsdóttur í framlengingu dagsins hvaða leikmenn myndu skipa besta körfuboltalandslið Íslands. Sérfræðingarnir voru sammála um fjóra leikmenn af fimm. Hér má sjá lið Arnars og Finns.