Sjö ára þrauta­ganga endaði með krafta­verki

Tómas Þorbjörn Ómarsson og Eva Sólveig Þórðardóttir glímdu í mörg ár við ófrjósemi, endurtekin fósturlát og erfitt ferli glasafrjóvgana. Vegna erfðagalla sem Eva bar þurftu þau að leita til frjósemislækna í Bretlandi þar sem þau fengu aðgang að PGT-erfðaprófun sem ekki er í boði á Íslandi. Eftir sex glasameðferðir og mikinn tilfinningalegan og líkamlegan þunga, fengu þau loks einn heilbrigðan fósturvísi sem leiddi til fæðingar dóttur þeirra, Hrafnhildar Ísabellu, í nóvember á seinasta ári.  Ferlið var langt, erfitt og sárt en einnig fullt af von og þrautseigju.