20 starfsmönnum Play sagt upp

Tuttugu starfsmönnum flugfélagsins Play hefur verið sagt upp. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, staðfestir í samtali við fréttastofu að til uppsagna hafi komið fyrir mánaðamót. Þær taki til starfsmanna þvert á fyrirtækið. Birgir segir uppsagnirnar tilkomnar vegna fækkunar farþegaþotna á Íslandi úr tíu í fjórar. Sex vélar verði í leiguverkefnum í Evrópu. Fjórar flugvélar verða í áætlunarflugi Play frá Íslandi eftir breytingarnar.RÚV / Ragnar Visage Að sögn Birgis verður vægi skrifstofa fyrirtækisins í Litháen og á Möltu aukið, líkt og fyrirtækið hafi áður gefið út. Breytingar á starfsmannahaldi fylgi í kjölfarið. Skrifstofa á Íslandi verði þó áfram rekin.