Apple hefur staðfest að árlegur haustviðburður fyrirtækisins fari fram þriðjudaginn 9. september í Steve Jobs Theater í Apple Park. Á viðburðinum síðustu ár hefur Apple kynnt nýjar útgáfur af framleiðslu sinni og í ár er búist við nýrri útgáfu af vinsælu iPhone-símunum, sem nú mun bera númerið 17.