Landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen er orðinn leikmaður enska knattspyrnuliðsins Blackburn. Talið er að Blackburn greiði Gent í Belgíu um tvær milljónir punda fyrir Andra Lucas, um 330 milljónir íslenskra króna. Blackburn nefnir þó aðeins að kaupverðið sé „ótilgreind upphæð“. ️ "As soon as the interest came, it was always clear to me where I wanted to end up" Andri Gudjohnsen's first interview as a Rover. @AndriLucasG | #Rovers ⚪️ — Blackburn Rovers (@Rovers) August 31, 2025 „Um leið og ég vissi af áhuga Blackburn var alveg ljóst hvert ég vildi fara,“ segir Andri Lucas gerði þriggja ára samning við Blackburn sem leikur í ensku b-deildinni. Liðið hefur tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu og unnið einn. ✍️ We are delighted to confirm the signing of Iceland international striker Andri Gudjohnsen. The 23-year-old has put pen to paper on a three-year deal, with a 12-month option, from Belgian club KAA Gent for an undisclosed fee. @AndriLucasG | #Rovers ⚪️ — Blackburn Rovers (@Rovers) August 31, 2025 Andri Lucas sem er 23 ára er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Aserbaísjan og Frakklandi í byrjun september. Andri Lucas í leik með Íslandi í Þjóðadeildinni árið 2024.RÚV / Mummi Lú