Blíðviðri er í kortunum á suðvesturhluta landsins. Búist er við miklu sólskini í dag og á morgun, þótt einhverjar síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla. Veðurfræðingur segir spána afar hagstæða á höfuðborgarsvæðinu, og á Suður- og Vesturlandi.