Framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu tvö var fyrst veitt árið 2013 en landeigendur á Vatnleysuströnd leituðu til dómstóla vegna eignarnáms Landsnets og ríkisins í tengslum við lagningu hennar. 69 af 86 möstrum eru nú komin upp og niðurstöðu í dómsmálum er beðið. Bíða eftir grænu ljósi Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segist bjartsýn á framhaldið. „Við erum að vænta niðurstöðu núna í nóvember sem þýðir að línan verður að öllum líkindum ekki tekin í rekstur núna í haust eins og til stóð og líklega verður það ekki fyrr en á nýju ári. Um leið og niðurstöður eru ljósar og við fáum grænt ljós á að halda áfram þá munum við fara af fullum þunga í að klára Suðurnesjalínu tvö.“ Steinunn segir mikilvægt að fá línuna í notkun. „Eins og staðan er í dag þá er ein lína sem liggur að Reykjanesinu og ef hún fer út þá þýðir það rafmagsleysi á svæðinu þannig að ný lína myndi bæta afhendingaröryggi til muna.“