Tökur standa nú yfir á nýjum sjónvarpsmyndaflokki um John F. Kennedy yngri og eiginkonu hans, Carolyn Bessette-Kennedy, en þau létust saman í hörmulegu flugslysi sumarið 1999. Mikill harmur var að bandarísku þjóðinni og eftir atvikum heimsbyggðinni kveðinn.