Ísland án Orra Steins gegn Aserb­aísjan og Frakklandi

Karlalandslið Íslands í fótbolta hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku fyrir fyrstu leiki sína í undankeppni HM. Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson fór meiddur af velli í leik með liði sínu Real Sociedad í gær gegn Real Oviedo. Orri Steinn er meiddur og missir af landsleikjunum í september.RÚV / Mummi Lú Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari hefur tekið Hjört Hermannsson inn í hópinn í stað í Orra. Aron Einar Gunnarsson hefur einnig forfallast og kom Brynjólfur Willumsson inn í hans stað. Ísland mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli á föstudaginn 5. september og Frakklandi í París 9. september.