Dramatískt sigurmark Brighton gegn Man City

Óvænt úrslit urðu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar Brighton vann 2-1 sigur á Manchester City. Erling Haaland kom City yfir á 34. mínútu en James Milner jafnaði úr vítaspyrnu um miðjan seinni hálfleik og Brajan Gruda skoraði dramatískt sigurmark Brighton á 89. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Brighton í deildinni og annað tap Man City í röð. Leikmenn Brighton fagna dramatísku sigurmarki sínu gegn Manchester City.AP / Ian Walton Þá vann West Ham 3-0 útisigur á Nottingham Forest þar sem staðan var markalaus fram á 84. mínútu. Liverpool og Arsenal mætast í stórleik helgarinnar klukkan 15:30 og lokaleikurinn verður viðureign Aston Villa og Crystal Palace klukkan 18.