Haraldur lék lokahringinn á 60 höggum og náði öðru sæti

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús sýndi stórkostlega frammistöðu á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í golfi í dag. Hann lék lokahringinn á Dormy Open mótinu í Svíþjóð á 60 höggum eða 11 höggum undir pari og náði öðru sæti. Þar með fer Haraldur úr 156. sæti upp í 54. á stigalista mótaraðarinnar. Haraldur lék besta hring allra á mótinu á lokahringnum í dag.IMAGO Haraldur var í hársbreidd frá því að leika lokahringinn á 59 höggum en fuglapútt hans á átjándu endaði á brún holunnar. Haraldur varð einu höggi á eftir sigurvegaranum Anders Emil Ejlersen frá Danmörku. Lokastaðan Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Nick Carlson (GM), og Sigurður Arnar Garðarsson (GKG) voru einnig á meðal keppenda á mótinu.