Fólki var léttir að segja sögu sína

Meðvitað eða ómeðvitað ríkti ákveðin þöggun um Akureyrarveikina og eftirköst hennar segir Óskar Þór Halldórsson, blaðamaður og rithöfundur. Margt af því fólki sem fékk veikina glímdi lengi við síþreytu og vöðvaverki, veikindi sem ekki voru sýnileg.