Gömul Volvo-bifreið varð alelda í Efra-Breiðholti í dag. Þetta staðfestir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Enginn var fluttur á slysadeild. Stefán segir slökkviliðið hafa ráðið niðurlögum eldsins og yfirgefið vettvang fyrir skemmstu. Hann kveðst ekki vita hver upptök eldsins voru, né hvort hann hafi verið kyrrstæður eða á ferð er kviknaði í honum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur ráðið niðurlögum eldsins.RÚV / Ragnar Visage