Ferðamaður tekinn á 206 kílómetra hraða

Erlendur ferðamaður var stöðvaður af lögreglu í dag fyrir að aka á 206 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Maðurinn var því 116 km/klst. yfir leyfðan hámarkshraða og má búast við hárri sekt vegna brotsins.