Ótrúlegur endurkomusigur Stjörnunnar

Stjarnan skein skært þegar hún vann 3-2 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta í dag, eftir að hafa lent 2-0 undir. Sigurinn er afar mikilvægur fyrir Garðbæinga í toppbaráttu deildarinnar. Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA yfir með marki úr vítaspyrnu á 45. mínútu og Birnir Snær Ingason bætti svo við öðru marki fyrir norðanmenn snemma í seinni hálfleik. En viðsnúningur Stjörnunnar hófst þegar Benedikt Warén minnkaði muninn í 2-1 á 74. mínútu. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði úr vítaspyrnu á 80. mínútu og Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Stjarnan er nú með 37 stig í 3. sæti þremur stigum á eftir toppliði Vals. Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði sigurmark Stjörnunnar.RÚV / Mummi Lú