49 milljónir barna voru á flótta í heiminum undir lok síðasta árs, flest þeirra frá Súdan, Myanmar, Gaza, Kongó og Afganistan. Það er þreföldun frá árinu 2010. Ástæðan er meðal annars aukin átök og minni framlög ríkja til þróunarsamvinnu og neyðaraðstoðar. Ísland hefur fundið fyrir þessari fjölgun og 2500 börn á flótta hafa fengið dvalarleyfi undanfarin átta ár. UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn á Íslandi og Barna- og fjölskyldustofa héldu á dögunum, í sameiningu, opið málþing um stöðu og velferð barna á flótta. Ólíkar aðstæður eftir stöðu innan kerfisins Börn á flótta á Íslandi búa oft við gjörólíkar aðstæður og staða þeirra fer eftir því hvernig þau eru skilgreind í kerfinu. Félagsmálaráðuneytið hyggst breyta móttöku flóttafólks. Samningar við sveitarfélög um þjónustu við flóttafólk voru ekki endurnýjaðir og Vinnumálastofnun á að sjá um móttöku og þjónustu. Mannúðarsamtök hafa áhyggjur af þeirri breytingu. Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir að á Íslandi séu þrír hópar flóttabarna. Í fyrsta lagi séu það börnin sem fær dvalarleyfisumsóknir samþykktar og fara inn í íslenska kerfið. Í öðru lagi eru umsækjendur sem eru búnir að fá höfnun eða synjun á umsókn sinni og Tótla segir að sá hópur veki áhyggjur. „Svo er það þriðji hópurinn sem er búinn að fá synjun eða höfnun á umsókninni sinni, eða af einhverjum ástæðum fellur utan þessara kerfa. Og þar er hópur sem er í raun í engri þjónustu, þar eru börn sem eru ekki í skólakerfinu. Fólk sem á ekki heimili og fellur utan kerfanna. Hópur sem við höfum gríðarmiklar áhyggjur af.“ Ísland hefur lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og stjórnvöldum ber að tryggja réttindi allra barna, óháð uppruna eða stöðu. Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri hjá UNICEF á Íslandi, segir það vera lögbundin mannréttindi barna að fá velferðarþjónustu, heilbrigðisþjónustu, menntun og að búa við öryggi. „Þannig að í öllum ákvörðunum stjórnvalda þurfa þau alltaf að horfa til þessa, horfa til áhrifanna á börn og reyna að koma í veg fyrir að þau verði fyrir einhvers konar mannréttindabrotum og tryggja að þau fái þjónustuna sem þau þurfa til þess að lifa af og þroskast.“ Breytingar á móttöku flóttafólks Félagsmálaráðuneytið hyggst breyta móttöku flóttafólks. Samningar við sveitarfélög um þjónustu við flóttafólk voru ekki endurnýjaðir og Vinnumálastofnun á að sjá um móttöku og þjónustu. Félagsmálaráðuneytið hyggst breyta móttöku flóttafólks. Samningar við sveitarfélög um þjónustu við flóttafólk voru ekki endurnýjaðir og Vinnumálastofnun á að sjá um móttöku og þjónustu. Mannúðarsamtök hafa áhyggjur af þeirri breytingu. UNICEF á Íslandi og Barnaheill efast um getu stofnunarinnar til að mæta þörfum barna sem hafa verið í erfiðum aðstæðum. Eva segir að Vinnumálastofnun búi ekki yfir sömu innviðum og sveitarfélögin, þegar kemur að möguleikunum til að hlúa vel að börnum á flótta. „Það þarf að hugsa ofsalega vel um þessi börn á meðan þau eru hérna, okkur ber skylda til þess. En Vinnumálastofnun er stofnun, hún er ekki sveitarfélög og hefur ekki sama aðgengi að þessum innviðum.“ Tótla segir að stjórnvöld verði að virða barnasáttmálann. „Við verðum að tryggja að öll börn hafi aðgang að skóla, að heilbrigðisþjónustu, að heimilum, að leik. Að þau verði hluti af íslensku samfélagi, óháð því hvaða stöðu þau hafa. Og það sé tryggð samfella í þjónustu við þau.“ Nýr samningur Rauða krossins við dómsmálaráðuneytið Rauði krossinn hefur komið að þjónustu við flóttafólk á Íslandi síðan 1956, þegar fyrsta flóttafólkið kom frá Ungverjalandi. Síðustu ár hefur félagið haft samninga við stjórnvöld um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Meðal verkefna sem Rauði krossinn hefur sinnt er Félagið hefur sinnt félagslegum stuðningi og félagsstarfi við umsækjendur um alþjóðlega vernd um margra ára skeið, fyrstu árin tengt málsvarahlutverkinu en eftir að því lauk gilti um það sérstakur samningur við Vinnumálastofnun samkvæmt opinberu útboði. Stofnunin ákvað að endurnýja ekki þann samning við félagið þegar samningurinn rann út á vordögum 2025, heldur veita þjónustuna innan stofnunarinnar. Rauði krossinn hefur þannig lokið þjónustu sinni við umsækjendur um alþjóðlega vernd.