Draumurinn um hinsegin kvikmyndahátíð rætist

Icelandic Queer Film Festival verður haldin í fyrsta sinn dagana 4. til 7. september í Bíó Paradís. Þrjátíu ár eru síðan fyrsta hinsegin kvikmyndahátíðin var haldin á Íslandi, Hinsegin bíódagar, hugarfóstur Kristínar Ómarsdóttur og Hrafnhildar Gunnarsdóttur. „Við vitum að við erum ekki að finna upp hjólið því hún braut blað í íslenskri menningarsögu. Heimili hátíðarinnar var þá í gamla Regnboganum og...