Upp­gjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guð­mundur Bald­vin full­komnaði endur­komu Stjörnunnar með flautumarki

Stjarnan kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn KA og fór með 3-2 sigur af hólmi þegar liðin áttust við í 21. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Það var Guðmundur Baldvin Nökkvason sem tryggði Stjörnunni stigin þrjú með næstsíðasta sparki leiksins.