FH sótti þrjú dýrmæt stig í baráttu sinni um að halda sér í efri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu í 2:1-sigri á Aftureldingu í dag. Með sigrinum er FH í 5. sæti deildarinnar með 29 stig þegar ein umferð er eftir áður en að deildin skiptist í efri og neðri hluta.