„Mér líður hræðilega því mér finnst þetta vera helvítis hneyksli. Við vorum dæmdir út úr leiknum. Þetta var kjaftæði. Ég tala venjulega ekki svona en þetta er bara leik eftir leik eftir leik. Þetta er of mikið. Og þetta mikil skömmm því strákarnir börðust svo vel.“ Craig segir að íslenska liðið hafi sýnt það í fyrstu þremur leikjunum að það eigi erindi á Evrópumótið. En það sitji greinlega ekki allir við sama borð. „Í tveimur af þessum þremur leikjum eru mótherjar sem hafa veitt Bandaríkjamönnum vegabréf sem er líka algert kjaftæði. Við gerum ekki slíkt og ég er mjög stoltur af því að við gerum það ekki.“