Tobias Thomsen kom Breiðabliki yfir í kvöld en Óskar Borgþórsson jafnaði fyrir Víking í 1-1 áður en Valdimar Þór Ingimundarson kom Víkingi svo yfir í 2-1. Blikar léku manni færri frá 52. mínútu þegar Viktor Karl Einarsson fékk rautt spjald en engu að síður tókst Breiðabliki að jafna í 2-2 á 73. mínútu með mark Arnórs Gauta Jónssonar og þar við sat. Kærkominn sigur Fram Víkingur hefur nú 39 stig í 2. sæti en Breiðablik er í 4. sæti með 33 stig en á þó leik til góða. Valur er áfram á toppnum með 40 stig þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Fram í Úlfarsárdal í kvöld. Aron Jóhannsson kom Val yfir en Simon Tibbling skoraði tvö mörk fyrir Fram sem tryggðu Fram 2-1 sigur. Þetta var kærkominn sigur fyrir Fram því lítið sem ekkert hefur gengið upp hjá liðinu að undanförnu. Sigurinn kom Fram jafnframt upp í 6. sæti, en sex efstu sætin fara í efri hluta úrslitakeppninnar þegar deildinni verður tvískipt eftir næstu umferð. Fram sækir FH heim í lokaumferðinni en FH er í 5. sæti með 29 stig, stigi meira en Fram og því verður mikil spenna hjá báðum liðum um að reyna að halda sér í efri hlutanum. ÍBV er með 28 stig í 7. sæti og sækir Breiðablik heim í lokaumferðinni. Vestri er með 27 stig í 8. sæti og sækir KA heim í þessarri lokaumferð en KA er í 9. sæti með 26 stig og á sömuleiðis möguleika á að enda í efri hlutanum.