„Bara þvílíkur karakter í liðinu að fá smá sjokk í gær og koma svo til baka og spila fyrir framan troðfulla höll og komast 2-3 stigum yfir þegar lítið er eftir. Svo er tækifærinu bara rænt frá okkur fannst mér,“ sagði Elvar Már Friðriksson leikmaður Íslands. Elvar fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu þegar lítið var eftir af leiknum sem skipti sköpum. „En þetta voru nokkrir skrítnir dómar í lokin. Ég skil bara ekki af hverju körfuboltamennirnir megi ekki útkljá þetta á vellinum í stað þeirra sem setja sig í fyrsta sætið,“ sagði Elvar meðal annars.