„Það er bara svindlað á okkur“

Ísland tapaði 84-75 fyrir Póllandi eftir að hafa átt í fullu tré við heimamenn á EM í körfubolta í Katowice í Póllandi í kvöld. Tveir afar umdeildir dómar á loka andartökum leiksins sem féllu með Pólverjum fóru langt með að tryggja pólska liðinu sigurinn. „Það er bara svindlað á okkur. Það er svo einfalt,“ sagði Arnar meðal annars í Stofunni eftir leikinn í kvöld. „Við erum að fá skilaboð frá vinum okkar um alla Evrópu um að þetta sé bara skandall,“ sagði Finnur Freyr meðal annars. Umræðurnar má sjá í meðfylgjandi klippu en þar má sjá sérfræðingana vaða á súðum afar ósátta við dómgæsluna.