„Þetta var einbeitingarleysi,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings úr Reykjavík, í samtali við mbl.is eftir jafntefli við Breiðablik, 2:2, í Bestu deildinni í fótbolta í kvöld. Víkingur var með 2:1-forystu og manni fleiri en Blikum tókst að jafna.