Á­fengis­sala: Þrýstingur úr tveimur áttum

Nokkur umræða hefur farið fram í kjölfar þess að ákæra koma fram vegna netverslunar með áfengi. Sölulaðilar og fulltrúar þeirra beirra bera sig illa og segja aðför gerða að sér og að hún sé til komin vegna óeðlilegs þrýstingas. Þannig er haft eftir Heiðari Ásberg Atlasyni lögmanni Smáríkisins, eins þeirra fyrirtækja sem stundað hafa ólöglega verslun með áfengi um nokkurra ára skeið og nú fengið á sig ákæru, að lögregla og ákæruvald hafi verið undir gríðarlegum þrýstingi að leggja fram ákæruna.