Hútar réðust inn til Sam­einuðu þjóðanna og tóku ellefu starfs­menn í hald

Uppreisnarmenn Húta í Jemen réðust í dag inn í starfsstöðvar Sameinuðu þjóðanna í höfuðborg landsins og tóku ellefu starfsmenn í hald. Þetta gerist í framhaldi af því að Ísraelsmenn felldu for­sæt­is­ráðherra rík­is­stjórn­ar Húta, Ah­med Ghaleb Nass­er al-Rahawi al-Ya­fei, í loftárás á Sanaa á fimmtudag.