Uppreisnarmenn Húta í Jemen réðust í dag inn í starfsstöðvar Sameinuðu þjóðanna í höfuðborg landsins og tóku ellefu starfsmenn í hald. Þetta gerist í framhaldi af því að Ísraelsmenn felldu forsætisráðherra ríkisstjórnar Húta, Ahmed Ghaleb Nasser al-Rahawi al-Yafei, í loftárás á Sanaa á fimmtudag.