Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni

Fyrrverandi oddviti Sjálfstæðislokksins í Reykjavík vill að flokkurinn haldi Hildi Björnsdóttur sem oddvita en raða nýju fólki í hin sætin á listanum. Hann segir að núverandi borgarstjórnarflokkur sé ósamhentur og hafi lítið breyst síðan 2018, þegar hann hagaði sér „eins og það væru alltaf einhver læti í fjölskyldunni.“ Þá lýsir Halldór óánægju yfir því að flokkurinn máli upp borgarlínuna sem ömurlega.