Spennan er mikil í A-riðli þar sem Lettland, Eistland og Portúgal eru öll með einn sigur hvert lið í þriðja til fimmta sæti. Tyrkland og Serbía eru bæði búin að vinna alla sína leiki og þegar örugg áfram. Eistland mætir Tyrklandi í fyrsta leik dagsins klukkan 11:45 í beinni útsendingu á RÚV. Klukkan 15:00 spila Portúgal og Lettland á RÚV og kvöldleikurinn verður á milli Serbíu og Tékklands klukkan 18:30 á RÚV 2. Í B-riðli gafa Þjóðverjar og Finnar unnið alla þrjá leiki sína og eru því komin áfram. Litáen er í 3. sæti með tvo sigra og vantar einn í viðbót til að vera öruggt áfram. Svíar hafa svo unnið einn leik en Bretar og Svartfellingar eru án stiga. Svíþjóð og Svartfjallaland eigast við klukkan 12:00, klukkan 15:00 spila Þýskaland og Bretland og klukkan 18:30 mætast svo Finnland og Litáen.