„Það sem veitir mér innblástur er að taka inn sem mest af fjölbreyttri list. Ég trúi því að maður geti ekki skapað neitt nema maður sé sjálfur að taka inn,“ segir Eyfirðingurinn og tónlistakonan Kristún Jóhannesdóttir, eða Kris. Hún er nýlega flutt heim frá New York þar sem hún lagði stund á söng og leiklist við The American Musical and Dramatic Academy.