Kvóti til Byggðastofnunar

„Það kemur á óvart og ef á að breyta því eitthvað hvernig úthlutað er innan 5,3% kerfisins, þá þarf að gera það með þingsályktun og hún hefur ekki litið dagsins ljós,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í samtali við Morgunblaðið þegar leitað var viðbragða hennar við nýrri reglugerð innviðaráðherra um úthlutun aflakvóta til Byggðastofnunar.