Rás 1 og Rás 2 þagna tvisvar í tvær mínútur

Rafmagnsvinna á Skálafelli sem skipulögð er í dag veldur tveggja mínútna útfalli á útsendingum Rásar 1 og Rásar 2 tvisvar sinnum á hluta landsins í dag. Gert er ráð fyrir að það verði klukkan 9:15 og klukkan 11:15 . Þá þagnar útsending útvarpsstöðvanna beggja í tvær mínútur á því svæði sem er gulmerkt á kortinu hér fyrir ofan. Eins og sést á myndinni hefur þetta áhrif á hlustendur allt frá vestanverðu Snæfellsnesi í vestri að Kerlingarfjöllum í austri og frá Grafningi í suðri og upp á Holtavörðuheiði í norðri. Þessi tímasetningin er valin meðal annars svo að útfallið hafi ekki áhrif á útsendingu frétta í útvarpi.