Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnan­til

Djúp og víðáttumikil lægð er nú vestur af Írlandi sem sendir skilabakka með rigningu og súld yfir landið. Þó verður lítil sem engin úrkoma suðvestantil, enda hlémegin og er úrkomuákefðin ávallt mest áveðurs.