Útlit er fyrir vætu í flestum landshlutum í dag en þó mismikla. Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt, víða fimm til tíu metrum á sekúndu. Norðan- og austantil verður rigning með köflum. Sunnan- og vestanlands verður skýjað með köflum en þó líkur á síðdegisskúrum. Hiti verður á bilinu níu til nítján stig, hlýjast verður á Suðurlandi.