Björgunarsveitir voru kallaðar út á Vesturlandi í nótt til að aðstoða lögreglu við leit að unglingsstúlku á Akranesi. Leit hófst upp úr miðnætti en stúlkan fannst um klukkan þrjú í nótt. Ásmundur Kristinn Ásmundsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að leitin hafi verið nokkuð umfangsmikil og voru drónar meðal annars notaðir við leitina. Að lokum fundu björgunarsveitarmenn stúlkuna í bænum. RÚV / Ragnar Visage