Framlengingin: Hvaða leyndarmál geyma sérfræðingarnir?

„Ofarlega í huga mínum var atvik sem átti sér stað í Finnlandi,“ segir Arnar og á við EM 2017. Boris Diaw, NBA-stjarna og leikmaður Frakklands, óskaði inngöngu í black jack leik starfsfólks íslenska liðsins á hóteli leikmanna. Arnar segir söguna í spilaranum hér að ofan. Finnur Freyr bætir við að í aðdraganda sama móts hafi liðið verið í æfingabúðum í Póllandi. Aftur hafi verið veðjað, en þá á allt annað en spil. „Þetta er gaman en á sama tíma ertu bara inni á hótelherbergi, í rútu, í matsalnum þannig að menn finna sér alls kyns leiðir til að létta sér lund. Þá er oft veðjað upp á nokkra hundraðkalla,“ segir Finnur Freyr. Upprifjanir Arnar og Finns Freys má sjá í heild sinni í spilaranum og er farið um víðan völl og berast fisksali og dýralæknir í tal ásamt Dirk Nowitzki.