Handbært fé nánast uppurið

Félagsbústaðir hf. töpuðu 660 milljónum á fyrstu sex mánuðum ársins, þegar undan er skilin rúmlega sjö milljarða króna matsbreyting fjárfestingareigna. Rekstrartekjur námu tæpum 3,7 milljörðum króna, rekstrargjöld tæpum tveimur milljörðum og fjármagnsgjöld rúmum 2,3 milljörðum. Handbært fé er aðeins tæpar 9 milljónir og hefur lækkað úr 429 milljónum frá árslokum 2023.