Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun of­fitu við

Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur kynntist heilbrigðiskerfinu snemma af eigin raun. Hún heillaðist af læknavísindunum og vildi sjálf hjálpa fólki. Í dag stýrir hún starfsemi Novo Nordisk á Íslandi, fyrirtækis sem hefur verið í fararbroddi í fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks og almennings um offitu og sykursýki 2, með heilbrigðara Ísland að markmiði.