Sól­veig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki vera hlutverk borgarinnar að fjalla um utanríkismál. Borgin sé hins vegar yfirlýst friðarborg. Tillaga flokksins um sérstakan friðarfána fyrir Reykjavík sé tilkomin til að reyna að leysa deilur sem upp hafi komið á lokuðum fundum í tengslum við það þegar fáni Palestínu var dreginn að húni við Ráðhúsið. Hún kveðst ósammála formanni Eflingar sem segir tillöguna vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Sjálf hafi Sólveig Anna gerst sek um dyggðarskreytingar að mati Hildar.