Störfin sem tapast við uppsagnir 50 starfsmanna fiskvinnslufyrirtækisins Leo Seafood koma ekki aftur. Þetta er mat Arnars Hjaltalín, formanns stéttarfélagsins Drífanda. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að um mjög sérhæfð störf sé að ræða, en starfsmennirnir 50, sem missa vinnuna, eru 4% félagsmanna Drífanda.