Neitar að hafa orðið áhrifavaldi að bana

Franskur maður neitaði að bera ábyrgð á dauða samstarfsfélaga síns sem var sýnt í beinu vefstreymi á streymisveitunni Kick. Málið hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og varpað ljósi á hættuleg atriði sem fólk tekur upp á og sýnir í beinni á netinu.