Hug­leiðing um rauð epli og skynjun veru­leikans

Í maí á þessu ári rakst ég á mynd af eplum á netinu, eplunum var raðað saman eftir hversu skýr þau voru. Númer eitt var rautt og glansandi, númer tvö litdaufara, síðan svarthvítt og loks rétt svo mótaði fyrir útlínum. Og að lokum ekkert epli.