Á­hrif, evran, inn­viðir, öryggi

Umræður um Evrópusambandið hafa löngum verið litríkar og oft tilfinningaþrungnar hér á landi. Stundum hefur umræðan byggt á hálfsannleik og getgátum, en í mínum huga eru það fjögur lykilatriði sem, hvert fyrir sig byggja á staðreyndum sem ekki þarf að ljúka aðildarsamningum til að vita og styðja þá afstöðu mína að Ísland eigi að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið.