Heimar ræða við leigutaka

Páll V. Bjarnason, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Heimum, segir gert ráð fyrir að fyrstu atvinnurýmin í Silfursmára 12 verði afhent í október. Búið sé að leigja út eina og hálfa hæð í húsinu og viðræður standi yfir við hugsanlega leigutaka um leigu á öðrum hlutum hússins.