Telja Rússa hafa truflað flug­vél for­seta fram­kvæmda­stjórnar ESB

Flugmenn flugvélar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þurftu að styðjast við landabréf til þess að lenda vélinni í Búlgaríu vegna truflana á staðsetningarbúnaði hennar í morgun. Rússar eru taldir hafa truflað gervihnattarmerki.