KKÍ sendir formlega kvörtun vegna dómgæslunnar

Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands ætlar að senda formlega kvörtun til FIBA Europe í kjölfar ákvarðana dómara í lok leiksins gegn Póllandi í gærkvöldi. Íslenska liðið taldi sig verulegu ranglæti beitt og hefur verið undir það tekið víðar í körfuboltaheiminum utan Íslands. Ekki má reikna með að gripið verði til neinna aðgerða, enda eru ákvarðanir dómara endanlegar þegar kemur að leikbrotum. Svekktir leikmenn Íslands eftir tapið gegn PóllandiFIBA